VÍS: Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands samþykkir endurkaupaáætlun

March 9, 2021 8:17 AM EST

Get inside Wall Street with StreetInsider Premium. Claim your 1-week free trial here.

Vísað er til tilkynningar Vátryggingafélags Íslands hf. frá 4. febrúar sl. um framkvæmd endurkaupaáætlunar. Þar kom fram að endurkaupin, sem gerð væru í þeim tilgangi að lækka hlutafé, væru háð samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Félaginu barst í dag samþykki eftirlitsins og munu endurkaup hefjast þegar í stað.

Hámarksfjöldi hluta sem áætlunin kveður á um að verði keyptir er 34.000.000 hlutir að nafnvirði, en það jafngildir um 1,79% af útgefnu hlutafé félagsins, sem er nú kr. 1.894.462.192 að nafnvirði. Fjárhæð endurkaupanna verður þó aldrei hærri en kr. 500.000.000 að markaðsvirði. Heimildin gildir til og með 18. mars 2021.

Endurkaupin verða framkvæmd af Íslenskum fjárfestum hf. sem tekur allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu. Framkvæmd endurkaupaáætlunar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005.

Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland, hvort sem er hærra. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er 2.000.000 hlutir að nafnverði, sem er innan við fjórðungur af meðalveltu síðustu fjögurra vikna. Viðskipti félagsins með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir.

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir samskiptastjóri í s. 660 5260 eða með tölvupósti á fjarfestatengsl@vis.is

.
Serious News for Serious Traders! Try StreetInsider.com Premium Free!

You May Also Be Interested In

Related Categories

Globe Newswire, Press Releases

Related Entities

EIM Group